Glatt á hjalla í Boðanum, félagsmiðstöð aldraðra í Kópavogi.
Í tilefni 70 ára afmælis Kópavogsbæjar var boðið upp á afmælisköku í félagsmiðstöðvum aldraðra í dag, föstudaginn 9.maí.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs heimsótti félagsmiðstöðvarnar í tilefni dagsins ásamt Elísabetu Sveinsdóttur, forseta bæjarstjórnar. Fyrst lá leiðin í Gjábakka, þá var haldið í Gullsmára og loks í Boðann. Alls staðar var boðið upp á afmælisköku og kaffi. Heimsóknin mæltist vel fyrir, málin rædd og afmælissöngurinn sunginn í tilefni dagsins.
Haldið er upp á sjötíu ára afmælið með afmælishátíð nú um helgina. Boðið er upp á afmælisköku í Smáralind laugardaginn 10.maí. Alla helgina er svo líf og fjör á Barnamenningarhátíð sem er með afmælisbrag. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, sækir hátíðina heim á afmælisdegi bæjarins, 11.maí.
Nánar um afmælishátíð
Meira um afmælisár í Kópavogi

