Miðbær í mótun: Upplýsingafundur

Fyrirhuguð er uppbygging í Fannborg og við Vallatröð. Mynd/Nordic Office of Architecture.
Fyrirhuguð er uppbygging í Fannborg og við Vallatröð. Mynd/Nordic Office of Architecture.

Velkomin á upplýsingafund um fyrirhugaðar framkvæmdir í miðbæ Kópavogs í Fannborg og við Vallartröð sem verður haldinn 30.júní í Safnaðarheimili Kópavogskirkju.

Uppbygging reitanna er hluti af framtíðarþróun miðbæjar Kópavogs með það að markmiði að svæðið styrkist sem mannlífs- og menningarmiðja sem þjónar mikilvægu hlutverki fyrir Kópavogsbúa.

Deiliskipulag svæðisins tók gildi árið 2021 en drög að byggingaráformum voru staðfest í bæjarstjórn síðastliðinn maí.

Á fundinum verða flutt stutt erindi til að varpa ljósi á stöðu mála og að þeim loknum verða umræður og spurningar.

Fram koma Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi, Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs og Elvar Ingi Jóhannesson byggingarverkfræðingur hjá Örugg. Fundarstjóri er Stefán Gunnar Thors.

Fundurinn fer fram í Safnaðarheimili Kópavogskirkju mánudaginn 30. júní frá 17:00 til 18:30.

Fundinum verður streymt um vef Kópavogsbæjar og verður upptakan gerð aðgengileg á vef bæjarins að fundi loknum.