Þjónustuaukning strætó

Frá og með 17.ágúst eykst þjónusta strætó.
Frá og með 17.ágúst eykst þjónusta strætó.

Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.

Með þessari breytingu verður mikilvægt skref stigið í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall íbúa sem búa innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18% í rúmlega 50%. Markmiðið með breytingunum er að bæta aðgengi íbúa að samgöngum með góðri tíðni og auka þannig notkun almenningssamgangna.

Þjónustuaukningin er liður í Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó, auk þess að vera undirbúningur fyrir Nýtt leiðanet sem tekur gildi árið 2031. 

Lesa meira um aukna þjónustu strætó og skoða nýjar tímatöflur.