Fjölmennt á opnu húsi í Barnaskóla Kársness

Nemendur sungu fyrir gesti í opnu húsi í Barnaskóla Kársness.
Nemendur sungu fyrir gesti í opnu húsi í Barnaskóla Kársness.

Notaleg og góð stemning var á opnu húsi í Barnaskóla Kársness sem haldið var á laugardag. Nemendur og fjölskyldur þeirra fjölmenntu auk þess sem nágrannar litu við, gamlir nemendur og skólafólk víða að.

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri og starfsfólk skólans tóku á móti gestum en um þúsund manns nýttu sér tækifærið og litu við í nýjasta skólanum í Kópavogi.

Nemendur sungu og léku á hljóðfæri og boðið var upp á heitt súkkulaði, kleinur og kræsingar. Gestir gátu skoðað sig um í skólanum, sem hóf göngu sína í upphafi skólaárs en í Barnaskóla Kársness er leikskóli og 1. til 4.bekkur grunnskóla.