Foreldrastarf í þágu farsældar barna

Fundir verða í Salaskóla og Smáraskóla.
Fundir verða í Salaskóla og Smáraskóla.

Heimili og skóla í samvinnu við Kópavogsbæ standa að fundum ætlaður foreldrum og forsjáraðilum barna í Kópavogi dagana 8. og 10.maí.

Heimili og skóli og Mennta- og barnamálaráðuneytið hafa nú gert með sér samning um að stuðla að endurreisn og eflingu foreldrastarfs á öllum skólastigum, og eru foreldrafundirnir hluti af því átaki.

Fundurnir verða haldnir í Salaskóla 8.maí og Smáraskóla 10.maí kl. 17.30-18.45. Einnig verður hægt að horfa á fundinn í streymi.

Mikilvægt er fyrir foreldra að skrá sig á fundinn með netfangi ef þeir ætla að horfa í streymi . Hér er skráningarformið: https://forms.gle/HGWsHAiLXGyiFiLr5

Hlökkum til að sjá þig!