Forseti Íslands heimsótti Gjábakka

Forseti Íslands ræðir við heimilisfólk Gjábakka.
Forseti Íslands ræðir við heimilisfólk Gjábakka.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sótti Gjábakka heim, í tilefni þátttöku félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi í verkefninu Sendum hlýju.
 
Verkefnið gengur út á það að prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu. Skortur er á hlýjum fatnaði og munu íslenskir ullarsokkar gagnast vel í vetur fyrir hermennina sem eru tilbúnir að fórna öllu til að verja Úkraínu gegn innrásinni. 
 
Félagsmiðstöðvarnar hvetja öll til að taka þátt og prjóna sokka. Ef vantar prjóna eða ullargarn þá er hægt að fá það í félagsmiðstöðvunum.
 

Nánar um verkefnið