Framkvæmdir og lokanir á Kársnesbraut, Hábraut og Urðarbraut

Yfirlitskort og áfangaskipting
Yfirlitskort og áfangaskipting

Í sumar og fram á haust munu Veitur endurnýja og styrkja rafdreifikerfi og hitaveitulagnir í Kársnesbraut milli Urðarbrautar og Hábrautar, Hábraut milli Kársnesbrautar og Hraunbrautar og Urðarbraut milli Kárnsebrautar og nyrðri gatnamótum Hófgerðs. Samhliða mun Kópavogsbær endurnýja burðarlag og vatnsveitulagnir þar sem það á við. Einnig verða gangstéttar endurnýjaðar og settar upphækkaðar gönguþveranir á Kársnesbraut við göngustíg að Huldubraut og Urðarbraut við Holtagerði og Hófgerði. Við Kársnesbraut og Hábraut verður unnið á hluta götunnar en Í Urðarbraut verður unnið í allri götunni. Nauðsynlegt verður að loka annarri akrein Kársnesbrautar en umferð verður stýrt fram hjá framkvæmdasvæðinu með umferðarljósum. Búast má því við einhverjum töfum á umferð um Kársnesbraut.

Verkið verður unnið í áföngum og byrjað við Hábraut og unnið þaðan smám saman að Urðarbraut. Brýr fyrir gangandi og/eða ökutæki verða settar upp við innkeyrslur þar sem unnið er hverju sinni og aðgengi að húsum tryggt allan tímann.

Í fyrsta áfanga verður Hábraut að fullu lokuð við Kársnesbraut og umferð á Kársnesbraut stýrt með umferðarljósum í hvora átt.

Í öðrum áfanga verður búið að opna fyrir umferð um Hábraut en umferð á Kársnesbraut við hús nr. 29-35 stýrt með umferðarljósum í hvora átt. Lokað verður fyrir umferð um Urðarbraut milli Kársnesbrautar og Hófgerðis.

Í þriðja áfanga verður umferð á Kársnesbraut við hús nr. 33-41 stýrt með umferðarljósum í hvora átt. Urðarbraut verður áfram lokuð.

Í fjórða áfanga verður umferð á Kársnesbraut við hús nr. 41-49 stýrt með umferðarljósum í hvora átt. Urðarbraut verður áfram lokuð.

Í fimmta áfanga verður umferð á Kársnesbraut við hús nr. 49 til gatnamóta Urðarbrautar stýrt með umferðarljósum í hvora átt. Urðarbraut verður áfram lokuð.

Endurnýjun á götu, gangstéttum, veitulögnum fyrir Austurgerði og Hraunbraut er fyrirhuguð árið 2026.

Áætluð verklok á verkinu í heild er 15. nóvember en opnað verður fyrir aðgengi og umferð þar sem framkvæmdum er lokið hverju sinni. Áhersla verður lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks og gengið verður frá öllu yfirborði í kjölfar framkvæmda. Beðist er fyrirfram afsökunar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda.

Yfirlitskort og áfangaskipting