Framkvæmdir við Arnarnesveg

Myndin er tekin seinni hluta desember. Mynd/Vegagerðin, Vilhelm Gunnarsson.
Myndin er tekin seinni hluta desember. Mynd/Vegagerðin, Vilhelm Gunnarsson.

Vel gengur við veglagningu á þriðja áfanga Arnarnesvegar en fyrsta skóflustunga var tekin í ágúst 2023.

Þessi þriðji áfangi er á milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Með framkvæmdinni mun umferðaöryggi aukast, ferðatími styttast og létta á umferð við Vatnsendaveg.

Frá því að verkið hófst hefur verið unnið við breikkun Breiðholtsbrautar sunnan núverandi vegar, milli Vatnsendahvarfs og Jaðarsels. Laus jarðefni hafa verið fjarlægð úr vegstæði og nú unnið við bergskeringar gegnt Urðarhvarfi.

Í Elliðaárdal er búið er að malbika hjáleið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem eiga leið um svæðið og einnig er búið að setja upp lýsingu við stíginn.

Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2026.