- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Nýtt vegglistaverk prýðir nú Kópavogsskóla en verkefnið er styrkt af lista- og menningaráði Kópavogs. Listaverkið er eftir myndlistarmanninn Arnór Kára Egilsson. Arnór lauk fornámi Myndlistaskólans í Reykjavík árið 2009 og útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2012.
Listaverkið er af fuglafjölskyldu en Arnór hefur gaman af því að mála fugla og málaði síðast fuglalistaverk á vegg við Sundahöfn í Reykjavík. Aðspurður hvers vegna hann kjósi þetta tiltekna myndefni segir hann fugla vera einstaklega skemmtilega í laginu og að þeir eigi líka margt sameiginlegt með Íslendingum. Þeir fljúga jafnan til útlanda á veturna og dvelja hér á sumrin.
Veggurinn er staðsettur á móti hringtorgi sunnan megin við Kópavogsskóla þar sem foreldrar sækja börnin í skólann. Myndin er af fuglamömmu að taka á móti ungunum sínum eftir skóladaginn og ungarnir sýna mömmunni hvað þeir gerðu í skólanum þann daginn. Annar unginn heldur á pappírsflugvél en hinn á bók. Arnór segir það mikilvægt að sinna hvoru tveggja: lærdómnum og leiknum.
Hann vonar að þetta vegglistaverk færi öllum mikla gleði og er strax farinn að skyggnast eftir nýjum vegg í Kópavogi.