Funduðu um sjálfstjórn sveitarfélaga

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs ásamt fulltrúum sendinefndarinnar og starfsfólki Kópavog…
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs ásamt fulltrúum sendinefndarinnar og starfsfólki Kópavogsbæjar.

Sendinefnd Eftirlitsnefndar með framkvæmd Sáttmála Evrópuráðsins um sjálfstjórn sveitarfélaga fundaði með bæjarstjóra Kópavogs þegar nefndin var stödd á Íslandi í janúar.

Rætt var hvernig innleiðingu Sáttmálans miðar á Íslandi og þá sérstaklega þær tillögur sem fram hafa komið af hálfu Sveitastjórnarþings Evrópuráðsins frá 2017.

Rætt var meðal annars um atriði er varða sjálfsstjórn sveitarfélaga, samskipti við stjórnarráðið og Alþingi, og fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið frá ríkinu.

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er eina stofnunin sinnar tegundar í Evrópu sem hefur með höndum að meta framkvæmd lýðræðis í sveitarfélögum og héruðum í öllum 47 aðildarríkjum

Evrópuráðsins Meginhlutverk þingsins er að styrkja og fylgjast með þróun lýðræðis í sveitarfélögum og héruðum.

Hluti af þessu starfi er eftirlit með framkvæmd Sáttmála Evrópuráðsins um sjálfstjórn sveitarfélag, fyrsta lagalega bindandi verkfærinu á þessu sviði en sáttmálinn var samþykktur árið 1985.