Gæsluvöllurinn við Dalsmára opnar 9. Júlí

Lækjarvöllur við Dalsmára.
Lækjarvöllur við Dalsmára.

Gæsluvöllurinn Lækjarvöllur verður opinn til og með 6. ágúst. Opnunartími vallarins er á milli 9.00 og 12.00 fyrir hádegi og svo frá 13.00 til 16.00 eftir hádegi.
Sími er 618 - 8541.

Gæsluvellir eru fyrir börn frá 20 mánaða aldri til 6 ára en börnin þurfa að vera vel búin því dvöl á gæsluvelli er útivera. Greitt er fyrir hverja heimsókn og er heimsóknargjald 500 kr.

Nánar um gæsluvelli