Grindvíkingum boðið á tónleika í Salnum

Salurinn í Kópavogi.
Salurinn í Kópavogi.

Kópavogsbær og Föruneyti GH bjóða Grindvíkingum á tónleika laugardaginn 20.apríl Salnum í Kópavogi kl.20.00.

Flutt verður tónleikadagskráin Eyjapistlarnir ógleymanlegu, Gísli Helgason og Eyjalögin.

Þessi dagskrá var flutt á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar og vakti fádæma athygli. Komust færri að en vildu. Dagskráin var svo endurtekin í Salnum, Kópavogi, í september síðastliðnum.

Á tónleikunum verða flutt ýmis Eyjalög og mega allir sem vilja gjarnan syngja með. Brot úr Eyjapistlunum (RÚV 1973) verða spiluð milli laga og sagðar ýmsar skemmtisögur frá gostímabilinu.

Auk Gísla koma fram Herdís Hallvarðsdóttir, Þórarinn Ólason, Magnús R. Einarsson, Hafsteinn Guðfinnsson, Sigurmundur G. Einarsson Unnur Ólafsdóttir og Grímur Þór Gíslason.

Sem fyrr sagði er Grindvíkingum boðið, en sækja þarf miða á Tix. Ef aðrir en Grindvíkingar vilja mæta á tónleikana er hægt að kaupa miða á 6.000 kr., allur ágóði rennur beint til Grindvíkinga.

Nánar