- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Hægt var að sækja um að fá tvískipta tunnu fyrir pappa og plast við sérbýli. Dreifing fer fram milli 4. og 15. september. Beiðni þarf að hafa borist fyrir 29. ágúst 2023 til að fá tunnuna afhenta á þessum tíma.
Áður en óskað er eftir tvískiptri tunnu þurfa íbúar að meta hvort magn pappa og plasts komist fyrir í tvískiptri tunnu þar sem plastið fer í minna hólfið og pappír í það stærra. Ekki má þjappa efnunum í hólfin því þá stíflast þau og ekki verður hægt að tæma tunnuna og verður henni þá skilað ótæmdri við húsið.
Með breyttu fyrirkomulagi er heimilissorp nú flokkað í plast, pappír, lífrænt og almennan úrgang. Breytingar á fyrirkomulagi hirðingar heimilissorps byggja á lögum um meðhöndlun úrgangs sem samþykkt voru á Alþingi í júlí 2021.
Íbúum sérbýlishúsa gefst tækifæri til að fá tvískipta tunnu fyrir plast og pappa í stað núverandi tveggja íláta. Tvískipt tunna er 240 lítrar þar sem pappi og pappír fer í stærra hólfið og plastið í það minna. Tvískipt tunna fyrir pappa og plast er jafn stór tvískiptu tunnunni sem var dreift fyrr í sumar fyrir blandaðan og lífrænan úrgang. Tæming helst óbreytt en tæmt er úr tunnum á 14 daga fresti eða eftir sorphirðudagatali.
Dreifing á tvískiptum tunnum mun fara fram frá milli 4. og 15. september meðfram sorphirðudagatali á pappa og plasti sem er aðgengilegt hér. Tunnum verður eingöngu skipt út ef beiðnin er send inn. Beiðni um breytingu þarf að hafa borist fyrir 29. ágúst 2023 til að fá tunnuna afhenta.
Frekari upplýsingar um breytt fyrirkomulag á hirðingu heimilisúrgangs og endurvinnslu má finna hér.
Aðrar fyrirspurnir tengdar breytingum á sorpílátum berist til tunnuskipti@kopavogur.is