Hinsegin félagsmiðstöðvastarf í Ekkó

Hinsegin klúbbur er starfræktur í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kársnesskóla.
Hinsegin klúbbur er starfræktur í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kársnesskóla.

Hinsegin klúbbur er starfræktur í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kársnesskóla og er hann nú á sínu öðru ári.  Góð mæting hefur verið í klúbbinn og hlaut hann meðal annars viðurkenningu frá Menntaráði Kópavogsbæjar, Kópinn,  fyrir gott starf. Starfið er mikilvægur stuðningur við hinsegin ungmenni bæjarins, en klúbburinn er opinn öllum sem vilja taka þátt. Klúbburinn er starfræktur alla miðvikudaga og skipuleggja þátttakendur dagskrána sjálfir með aðstoð starfsmanna.

Samstarf hefur einnig myndast á milli Kópavogs og Hafnarfjarðar, og í þeirri samvinnu er horft til þess að sveitarfélögin skiptast á að bjóða í hinsegin opnanir, en góð mæting hefur verið í þær opnanir. Stefnt er að því að bjóða upp á hinsegin opnanir með Hafnarfirði einu sinni í mánuði, og annan hvern fimmtudag í Hinsegin hittinga í Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar um hinsegin opnanir má finna á öllum Instagram miðlum félagsmiðstöðva Kópavogs eða hjá starfsfólki félagsmiðstöðva Kópavogs.