Hittust til að ræði málefni Salarins

Jónas Ingimundarson og Ásdís Kristjánsdóttir
Jónas Ingimundarson og Ásdís Kristjánsdóttir

Jónas Ingimundarson píanóleikari og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs funduðu á dögunum og ræddu málefni Salarins, tónlistarhúss og sérstöðu hans.

 

Jónas var nýverið áttræður og var af því tilefni efnt til tónleika honum til heiðurs í Salnum. Mikill fjöldi listamanna steig á stokk og var húsfyllir. Bæjarstjóri færði honum blóm á tónleikunum fyrir hönd Kópavogsbæjar og afréðu þau að hittast sem fyrst og ræða um Salinn sem er 25 ára í ár.

Jónas var einn helsti hvatamaður að byggingu Salarins, fyrsta sérhannaða tónleikahúss landsins, og var um langt skeið tónlistarráðunautur hússins. Hann var gerður að heiðursborgara Kópavogs árið 2011. Jónas var píanóleikar, tónlistarkennari og kórstjóri og hefur haldið fjölda tónleika hérlendis sem erlendis.

 

„Það er ótrúlega gaman að ræða tónlist við Jónas og menningarlífið í Kópavogi, þar hefur hann svo sannarlega lagt sitt lóð á vogarskálarnar og fyrir það erum við Kópavogsbúar þakklát.“ segir Ásdís.