- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Hugmyndasöfnun í Okkar Kópavogi er hafin en frá 12.september til 9.október verður hægt að koma hugmyndum á framfæri á vef verkefnisins.
Í Okkar Kópavogi gefst kostur á að leggja fram hugmyndir og eru íbúar hvattir til þess að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Markmið verkefnisins er að hvetja íbúa til að taka þátt í málefnum sem varða nærumhverfi þeirra, fá þá til að leggja fram hugmyndir og forgangsraða og útdeila fjármagni í smærri framkvæmdir á vegum bæjarins með íbúakosningu.
Verkefnið í heild sinni er í þremur liðum; hugmynd, kosning og framkvæmd. Samtals fara allt að 100 hugmyndir áfram í kosningu en kosning fer fram í ársbyrjun 2025. Alls verður um 340 milljónum varið í framkvæmd verkefna á árunum 2025 til 2027.
Þetta er í fimmta sinn sem Okkar Kópavogur fer fram en meðal þess sem íbúar hafa valið í gegnum tíðina eru leiktæki á skólalóðum, skammdegislýsing í Hlíðargarði, æfingatæki, bekkir og gróður.