Húsaleiga í félagslegu húsnæði

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi.

Leiga í félagslegu húsnæði Kópavogsbæjar verður frá og með september 2022 uppreiknuð mánaðarlega miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í samræmi við ákvæði leigusamninga.

Kópavogur fylgir þar fordæmi Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Garðabæjar sem framkvæma uppreikning leigu með þessum hætti.

Velferðarsvið Kópavogs.