Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavoggs er í endurskoðun.
Kópavogur endurskoðar nú jafnréttis- og mannréttindastefnu sína. Í tengslum við endurskoðunina er leitað álits íbúa á drögum að stefnunni og hvernig best er að framfylgja henni.
Íbúar Kópavogs, 16 ára og eldri, geta sett inn athugasemdir og ábendingar sem tengjast stefnunni á samráðssíðu á vefnum sem verður opin frá 6.-19.nóvember.
Tilgangur stefnunnar er að öll fái notið mannréttinda og hafi tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.
Stefnan á að vera leiðbeinandi fyrir svið og stofnanir bæjarins hvað varðar jafnrétti og mannréttindi íbúa bæjarins. Í stefnunni er sérstaklega vakin athygli á málefnum minnihlutahópa sem og málefnum barna og aldraðra.
Samráð um drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs
Stefnuáherslur jafnréttis- og mannréttindastefnu eru fjórar:
- Jafnrétti og mannréttindi
- Menntun, tómstundir og atvinna
- Aðgengi
- Fjölbreytt samfélag og inngilding
Jafnréttis- og mannréttindastefnan er unnin með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Stefnan er unnin af jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar.
Sérstök áhersla var lögð á eftirfarandi heimsmarkmið;
Heimsmarkmið 3: Heilsa og vellíðan
Heimsmarkmið 4: Menntun fyrir alla
Heimsmarkmið 5: Jafnrétti kynjanna
Heimsmarkmið 8: Góð atvinna og hagvöxtur
Heimsmarkmið 9: Nýsköpun og innviðir
Heimsmarkmið 10: Aukinn jöfnuður
Samráð um drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs