Kópavogur tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu í ár eins og undanfarin ár. Boðið er upp á viðburði af fjölbreyttum toga í vikunni frá 24.september til 30.september, og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi.
„Við höfum lagt okkar af mörkum til þess að búa til skemmtilega dagskrá í íþróttabænum Kópavogi sem höfðar til sem flestra íbúa,“ segir Fríða Karen Gunnarsdóttir sem er verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ og heldur meðal annars utan um Virkni og vellíðan, hreyfingu 60 ára og eldri.
24 september (mið):
13:00: Haustganga eldri borgara á vegum Virkni og Vellíðan við Vífilsstaðavatn. Hittast á bilabplaninu við vatnið.
17:30-18:30: Frisbí golf viðburður fyrir allan aldur í Guðmundarlundi (Leiðbeinandi Björn)
25 september (fim):
13:00 Fyrirlestur um svefn fyrir eldriborgara í Gjábakka
27 september (lau):
14:00 FjölskylduZumba í Salalauginni (frítt í sund)
28 september (sun):
12:00 Frisbí golf viðburður fyrir allan aldur í Guðmundarlundi (Leiðbeinandi Björn)
30 september (þri):
12:30 Fyrirlestur um svefn fyrir eldriborgara í Gullsmára