Kristín Gísladóttir og Sigurður Þorsteinsson en þau eru eigendur Jólahúss Kópavogs í ár.
„Við erum byrjuð að skreyta í október og erum ekki að setja síðustu ljósin upp fyrr en í upphafi aðventu, þannig að þetta er að koma svona smátt og smátt á þeim tíma,“ segja þau Kristín Gísladóttir og Sigurður Þorsteinsson en þau eru eigendur Jólahúss Kópavogs í ár.
Elísabet Berglind Sveinsdóttir, formaður menningar- og mannlífsnefndar færði þeim blóm og gjafakort í Salinn að tilefninu.
„Það bara svífur á mann jólaandinn við að koma hingað í garðinn,“ segir Elísabet, „maður fyllist einhvern veginn af hlýju og það er svo margt hér sem gleður augað.“ Þau eru mikið smekkfólk og það leynir sér ekki, því hvar sem maður lítur eru einhver fínleg samátriði sem gera heildina eins glæsilega og raun ber vitni.
Þau hafa sankað að sér efni í gegnum tíðina og kemur flest frá Garðheimum en þau eru fjölskyldan á bak við verlsunina.
En þó ekki allt, þessi forláta sleði var grafinn upp á lóðinni. Sigurður sem er mikill handverksmaður gerði sleðann upp, málaði og setti á hann nýjar spýtur. Nú stendur hann upp við nýja kofann í garðinum en þeim hjónum lánaðist að eignast fyrsta barnabarnið sitt á árinu og því var slegið upp í kofa. Hann er eins og má sjá fagurlega skeyttur.
Kópavogsbær þakkar fyrir allar ábendingarnar sem bárust og sendir hlýjar kveðjur til allra þeirra sem fegra bæinn okkar með fallegu jólaljósunum sem nefndin sá vítt og breitt við ákvörðunartökuna í ár.