Kynningarfundur um Vatnsenda
Kynningarfundur um útboðskerfi Kópavogs var vel sóttur en hann var haldinn í Bókasafni Kópavogs og var jafnframt í beinu streymi. Til svara voru sérfræðingar bæjarins.
Þetta er fyrsti kynningarfundur sem er haldinn hjá bænum í tengslum við útboð lóða og útboðskerfi því tengt. Ýmis konar spurningar voru lagðar fram og eru þær aðgengilegar og svörin við þeim inni í útboðskerfi Kópavogs, Tendsign.
Á vef Kópavogsbæjar er einnig upplýsingasíða um Vatnsendahvarf og þar er helstu spurningum svarað og er síðan uppfærð eftir þörfum.
Takk fyrir komuna.