Laus pláss í Skólagörðum Kópavogs

Skólagarðar hafa verið starfræktir í Kópavogi í fimmtíu ár.
Skólagarðar hafa verið starfræktir í Kópavogi í fimmtíu ár.

Skólagarðar  eru starfrætktir á tveimur stöðum í Kópavogi, Víðigrund og við Dalveg. Laus pláss eru í görðunum sem hefja göngu sína fimmtudaginn 5.júní. 

Skólagarðar hafa verið reknir á vegum Kópavogsbæjar síðastliðin fimmtíu ár eða svo. Þeir eru ætlaðir börnum á aldrinum 6 til 13 ára. Þar fá þau kartöfluútsæði, plöntur og fræ ásamt leiðsögn við ræktun algengustu matjurta. Uppskera skólagarðanna er eign barnanna hverju sinni. Kostnaður fyrir garðinn er 5.700 krónur.

Skólagarðar eru opnir frá byrjun júní fram í miðjan ágústmánuð.

Opnunartími þeirra er:

Mánudag til fimmtudags: 8:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Föstudaga: 8:00 til 12:00

Skólagarðarnir eru í umsjá Vinnuskólans í Kópavogi og eru skrifstofur opnar mánudaga til fimmtudaga frá 8:00 til 16:00 og föstudaga frá 8:00 til 14:00. Skrifstofurnar eru til húsa í Askalind 5 og opna ár hvert þann 10. maí og eru opnar til 31. ágúst.

Skráning í gegnum Sportabler.