- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Hlaðvarp um dýr í útrýmingarhættu, ljóðabók náttúrunnar og listræn plokkáskorun er á meðal þess sem má upplifa á spennandi listahátíð sem haldin verður laugardaginn 23.apríl í Menningarhúsunum í Kópavogi. Hátíðin er unnin af grunnskólabörnum í Kópavogi sem hafa undanfarna mánuði verið þátttakendur í verkefninu Vatnsdropinn sem er samstarfsverkefni á milli Kópavogsbæjar og þriggja norrænna barnamenningarstofnana sem tengjast höfundaverki Astrid Lindgren, Tove Jansson og H. C. Andersen.
Breytum efnivið í ævintýraverur
Börnin hafa sótt vikulegar smiðjur og fengið innblástur og kennslu úr ýmsum áttum. Á Vatnsdropahátíðinni munu þau sýna ljósmyndir, ljóð, teikningar, bókverk og fleira á sýningum sem teygja sig yfir Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Gerðarsafn. Samhliða sýningum barnanna verður boðið upp á spennandi smiðjur þar sem hægt verður að fræðast um lífræna ræktun og lífríki Íslands, breyta ónýtum húsgögnum í ævintýrapersónur og furðuskepnur og meira og fleira.
Hátíðin stendur yfir frá klukkan 12 – 15. Tónleikar í Salnum eru kl. 13.00.
NÁNAR:
SÝNINGAR
ÓBOÐINN GESTUR – GERÐARSAFN
Ljósmyndasýning og listræn plokkáskorun.
LJÓÐABÓK NÁTTÚRUNNAR – BÓKASAFN
Lifandi bókverk.
DROPINN – NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Hlaðvarp um lífríki Íslands og dýr í útrýmingarhættu.
MATARGAT – NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Viltu rækta mat heima? Byrjaðu hér!
SMIÐJUR
SKÚLPTÚRSMIÐJA – ÚTISVÆÐI
Umbreytum ónýtum húsgögnum, afsöguðum greinum og afgangstimbri í ævintýrapersónur og furðuskepnur.
MATARGAT – ÚTISVÆÐI
Hvaðan kemur maturinn okkar? Hvað getum við ræktað heima, í garðinum eða stofuglugganum? Forvitnileg smiðja um hringrás lífrænnar ræktunar þar sem við sáum fræjum og smökkum.
FUGLASMIÐJA – BÓKASAFN
Nýtum fundin efni til að föndra fugla og fræðumst um íslenskt lífríki í leiðinni.
LAUFSKRÚÐ TRJÁNNA –NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Rannsökum blaðför og fræðumst um tré
í skemmtilegri uppgötvunarsmiðju.
FANN ÉG Á FJALLI –NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Skreytum og málum okkar eigin töfrasteina.
HÉR Á ÉG HEIMA – NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Hver býr hvar? Finnum búsvæði dýra og plantna í íslenskri náttúru.
SÝNINGAR
ÓBOÐINN GESTUR – GERÐARSAFN
Ljósmyndasýning og listræn plokkáskorun.
LJÓÐABÓK NÁTTÚRUNNAR – BÓKASAFN
Lifandi bókverk.
DROPINN – NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Hlaðvarp um lífríki Íslands og dýr í útrýmingarhættu.
MATARGAT – NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Viltu rækta mat heima? Byrjaðu hér!
TÓNLEIKAR
JAZZBADASS – SALURINN KL. 13:00
Jazzsögustund fyrir fjölskyldur, fróðleiksmolar, landafræði og spurningakeppni þar sem sigurvegarinn
er krýndur jazzbadass!
Vatnsdropinn listahátíð er unnin af ungum sýningarstjórum, grunnskólabörnum í Kópavogi. Markmiðið með hátíðinni er að gera börn að virkum þátttakendum í starfi þeirra menningarstofnana sem að Vatnsdropanum standa.
Ungir sýningarstjórir í Kópavogi 2022 eru:
Agla Björk Egilsdóttir
Ágústa Lillý Valdimarsdóttir
Birta Mjöll Birgisdóttir
Brynja S. Jóhannsdóttir
Elena Ást Einarsdóttir
Friðrika Eik Z. Ragnars
Héðinn Halldórsson
Inga Bríet Valberg
Karen Sól Heiðarsdóttir
Lóa Arias
Matthildur Daníelsdóttir
Sigurlín Viðarsdóttir
Sóllilja Þórðardóttir
Þóra Sif Óskarsdóttir