Lokað í Kópavogslaug 2.september

Frá Kópavogslaug.
Frá Kópavogslaug.

Lokað verður í Kópavogslaug þriðjudaginn 2. september vegna tengingar Veitna á nýrri heitavatnslögn.

Framkvæmdirnar standa yfir frá 04.00-19.00 sem þýðir að loka þarf sundlauginni allan daginn, því nokkra klukkutíma tekur svo að hita hana á ný. Athugið að Katla, líkamsrækt, er opin en ekki hægt að fara í heita sturtu.

Hægt er að fylgjast með framgangi verks á vef Veitna.

Með góðum undirbúningi var hægt að takmarka heitavatnsleysið við Kópavogslaug og tvo aðra stórnotendur, Sky lagoon og Sunnuhlíð. Önnur hús á Kársnesinu verða áfram með heitt vatn.

Hins vegar má gera ráð fyrir minni þrýstingi í Hamraborg og næsta nágrenni á meðan lögnin er tengd. Sjá nánar á korti þar sem þrýstingsfall getur orðið.

Framkvæmd Veitna