Viðhaldsframkvæmdir á brúnni yfir gjána hefjast að kvöldi 5.ágúst.
Viðhaldsframkvæmd við brú yfir Hafnarfjarðarveg, gjána, hefjast í kvöld, þriðjudaginn 5.ágúst. Unnið verður að verkinu frá 20.00 á kvöldin til 06.00 á morgnana og annarri akrein Hafnarfjarðarvegar lokað á meðan. Umferð verður beint um hjáleið upp á Kópavogshálsinn.
Fyrstu dagana verður akrein frá Hafnarfirði til Reykjavíkur lokuð, en síðar akrein frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Endanlegur framkvæmdatími liggur ekki fyrir, en hann er að minnsta kosti tvær vikur.
Viðhaldsframkvæmd er skipt upp í tvennt. Í ár verður farið í viðgerðir á stálvirki en á næsta ári verður sandblásið og málað. Þó að eingöngu sé um að ræða viðgerðir í ár þá þarf að sandblása burtu ryð og því getur fylgt flaut sem gæti valdið ónæði. Reynt verður af fremsta megni að stýra framkvæmdum þannig að hávaði sem fylgir heyrist á kvöldin, en sem minnst á nóttunni.
Beðist er velvirðingar á því raski sem fylgir framkvæmdinni.