Mikil þátttaka í Virkni og vellíðan

Þátttakendur í Virkni og vellíðan.
Þátttakendur í Virkni og vellíðan.

Vel hefur gengið í Virkni og vellíðan, sem er heilsuefling fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi.

Virkni og vellíðan er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og íþróttafélaganna þriggja Breiðablik, Gerplu og HK sem og Háskólans í Reykjavík og UMSK.

Boðið er upp á æfingar tvisvar til þrisvar í viku í íþróttafélögum bæjarins þar sem áhersla er lögð á styrk, þol , liðleika og jafnvægi. Auk þess hefur verið kynnt heilsuefling eins og Quigong, Yoga og Zumba samhliða styrktaræfingum fyrir þá sem það vilja.

Þátttakendur verkefnisins hafa nú öll fengið boli merkta verkefninu.

Nýveriðhófst þriðja og síðasta námskeið vorannar og eru nú um 130 þátttakendur í verkefninu. Þegar mest hefur verið þessa önnina hafa þátttakendur verið um 150 talsins.

Í haust verður boðið upp á 50 pláss í viðbót og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig með því að senda póst á virkniogvellidan@gmail.com. Einnig er hægt að kíkja á facebook-síðu Virkni og Vellíðan í Kópavogi en þar koma reglulega fréttir starfseminni.