Fjölbreytt námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla

Námskeiðin voru valkvæð og vel mætt var á þau.
Námskeiðin voru valkvæð og vel mætt var á þau.

Námskeið fyrir almennt starfsfólk í grunnskólum í Kópavogi voru haldin 2. og 3. ágúst í Salaskóla. Grunnskólastarfið hefst nú á ný eftir sumarið og var þetta hressileg byrjun á starfinu. Námskeiðin voru valkvæð og vel mætt var á þau.

Eitt námskeiðanna fjallaði um streitustjórnun.

Fjölbreytt námskeið voru í boði fyrir starfsfólk grunnskólanna og boðið var upp á enska og pólska túlka þegar þess þurfti. Námskeiðin voru bæði fróðleg og skemmtileg en leiðbeinendur á námskeiðunum voru eftirfarandi:

Samskipti við börn: Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir, Silja Dís Guðjónsdóttir og Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, starfsmenn grunnskóladeildar.

Streitustjórnun: Ásgerður Guðmundsdóttir.

Starfsánægja, samskipti og samstarf: Aldís Arna Tryggvadóttir.

Skyndihjálp: Ólafur Ingi Grettisson.

Kaffistund í Salaskóla.

Þetta er í þriðja skiptið sem námskeið eru haldin fyrir almennt starfsfólk í grunnskólum. Almennt starfsfólk grunnskóla eru húsverðir, ritarar, skólaliðar, matráðar, stuðningsfulltrúar, forstöðumenn frístunda og frístundaleiðbeinendur. Í næstu viku verða haldin námskeið fyrir grunnskólakennara en þau hafa verið haldin síðan 2017. 

Boðið var upp á enska og pólska túlka.

Þetta er í þriðja skiptið sem námskeið eru haldin fyrir almenna starfsmenn í grunnskólum.

Námskeið fyrir almennt starfsfólk í grunnskólum í Kópavogi voru haldin 2. og 3. ágúst í Salaskóla.