Norrænn vinalundur í Fossvogsdal

Frá vígslu Vinalundar í Fossvogsdal.
Frá vígslu Vinalundar í Fossvogsdal.

Norrænn vinalundur var vígður í Fossvogsdal í dag í tilefni 100 ára afmælis Norræna félagsins. Verkefnið er samstarf Kópavogsbæjar og Norræna félagsins í tilefni afmælisins.

100 plöntur hafa verið gróðursettar í lundinum, þar af átta mismunandi trjáplöntur og runnar sem tákna hvert sitt land á Norðurlöndunum.

Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla og varabæjarfulltrúi, flutti ávarp fyrir hönd Kópavogsbæjar við tilefnið og Hrannar B. Arnarsson formaður Norræna félagsins sömuleiðis.  

Nemendur Snælandsskóla sungu lag úr söngleiknum um Ronju ræningjadóttur við athöfnina sem var sótt af fulltrúum Norræna félagsins og gestum frá Norðurlöndunum auk fulltrúa Kópavogsbæjar.

Vinalundurinn er neðan Álfatúns, milli götunnar og Fossvogsskóla. 

Um Norræna félagið