- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Framkvæmdir við nýjan leikskóla við Skólatröð í Kópavogi eru að hefjast en áætlað er að leikskólinn verði tekinn í notkun haustið 2026.
Í leikskólanum verða þrjár deildir fyrir nemendur á aldrinum tveggja til sex ára og miðað er við að fjöldi barna verði um 60 mestan hluta dagsins. Gert er ráð fyrir fimmtán til tuttugu stöðugildum í leikskólanum.
Það eru ASK arkitektar sem hönnuðu húsið og er hönnunarstjóri Guðrún Ragna Yngvadóttir. Framkvæmd er í höndum Sérverks og mun Verksýn sjá um eftirlitið.
Ítarleg öryggisáætlun vegna framkvæmdarinnar
Mikið hefur verið lagt upp úr því að tryggja öryggi vegfarenda á meðan á framkvæmdum stendur. Verkfræðistofan Örugg var fengin til þess að gera áætlun um öryggismál og gæta þess að merkingar séu góðar og aðkoma að framkvæmdasvæði sömuleiðis.
Vegna byggingar á nýjum leikskóla við Skólatröð verður aðkomu að Kópavogsskóla frá Skólatröð verið lokað. Byggingasvæði verður girt af og verður afgirt á meðan framkvæmdum stendur. Gangbraut við Háveg hefur verið færð til. Bílastæði kennara verða við Digranesveg og Vallatröð.
Gerð hefur verið ítarleg umferðaröryggisáætlun sem er unnin af verkfræðistofunni Örugg og er lögð áhersla á að gætt verði að öryggi vegfarenda á meðan á framkvæmdum stendur. Gera má ráð fyrir umferð vörubíla á framkvæmdatíma.
Meðfylgjandi skýringarmynd sýnir framkvæmdasvæði leikskólans. Smella til að skoða á PDF-sniði.