- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Verðlaunaafhending í Örsagnakeppni Vatnsdropans fer fram á Bókasafni Kópavogs föstudaginn 6.maí en verðlaunahafinn hlýtur ferð fyrir tvo til H.C. Andersen-safnsins í Óðinsvéum í Danmörku.
Örsögukeppnin fór fram á Barnamenningarhátíð í Kópavogi og höfðu börnin 30 mínútur til að skrifa örsöguna sína. Þátttakendur voru á aldrinum 4ra til 14 ára, þær yngstu systur á leikskólanum Kópahvoli en þau elstu á unglingastigi í nokkrum grunnskólum bæjarins.
Umsjónarmenn keppninnar voru rithöfundarnir Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, Gerður Kristný og Linda Ólafsdóttir. Þau sögðu að mjög bjart væri yfir ungum rithöfundum í Kópavogi og að gæði sagnanna í örsagnakeppninni bæru þess skýr merki.
Vatnsdropinn er alþjóðlegt barnamenningarverkefni sem Kópavogur á frumkvæðið að og er unnið í samvinnu við H.C. Andersen-safnið í Danmörku, Múmínsafnið í Tampere í Finnlandi og Undraland Ilon Wikland í Haapsalu í Eistlandi. Verkefnið byggir á gildum norrænna klassískra barnabókmennta eftir H.C. Andersen, Tove Jansson og Astrid Lindgren og ákveðnum þáttum úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Vatnsdropinn er þriggja ára verkefni sem hófst árið 2021 og lýkur árið 2023.