Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Kópavogs.
Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Kópavogs.

Frá árinu 1964 hefur Kópavogsbær veitt viðurkenningar fyrir garða og lóðir bæjarins. Árið 1995 var gerð breyting á því fyrirkomulagi og hóf umhverfis- og samgöngunefnd og bæjarstjórn Kópavogsbæjar að veita árlegar viðurkenningar til einstaklinga, félagasamtaka og /eða fyrirtækja sem þótt hafa skarað fram úr í hönnun, frágangi og viðhaldi umhverfis og húsa.

Auglýst er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenningar og gefst íbúum kostur á að senda inn tilnefningar á netfangið: skipulag@kopavogur.is

Að auki er hægt að tilnefna götu ársins sem bæjarstjórn Kópavogs veitir viðurkenningu fyrir. Frestur til að skila inn tilnefningum er til miðvikudagsins 15.júní 2022 kl 12 og verða umhverfisviðurkenningar veittar í ágúst 2022.

Á heimasíðu Kópavogs er hægt að sjá hverjir hafa hlotið umhverfisviðurkenningar frá árinu 1995.