- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Á þessum tíma árs skarta rósir sínu fegursta. Í tilefni þess var rósaskoðunarganga í Trjásafninu í Meltungu haldin fimmtudag 8. ágúst. Gangan var skipulögð í samstarfi við Rósaklúbb Garðyrkjufélags Íslands en Vilhjálmur Lúðvíksson og Friðrik Baldursson voru með kynningu á garðinum.
Rósagarðurinn er einn þeirra garða sem tilheyra trjásafninu í Meltungu sem má finna austarlega í Fossvogsdal. Garðurinn er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélags Íslands og var gerður árið 2016 en samanstóð þá einungis af norrænu rósayrki.
Á árunum 2018 - 2019 var síðan haldið áfram með gerð tveggja nýrra rósagarða í tengslum við norræna garðinn; annan með kanadískum rósum sem reynst hafa vel hér á landi og hinn með rósum af blönduðum uppruna sem virðast geta þrifist vel í íslensku loftslagi.
Rósaskoðunargangan var vel sótt af bæði félögum Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands og Kópavogsbúum og fróðlegt var að hlýða á kynningu Friðriks og Vilhjálms á meðan rósailmur fyllti vitin.