Röskun verður á afhendingu á köldu vatni í Turna-, Tóna-, Víkur- og Urðarhvarfi 9.apríl.
Röskun verður á afhendingu á köldu vatni í hluta af Hvörfunum miðvikudaginn 9. apríl frá kl. 10 - 14.
Vegna framkvæmda hjá Vatnsveitu Kópavogs verður röskun á afhendingu á köldu vatni í Turna-, Tóna-, Víkur- og Urðarhvarfi.
Röskunin getur verið þrýstingsfall og mögulegt vatnsleysi í hluta af hverfinu.
Atvinnurekendur og íbúar eru beðnir að undirbúa sig undir þetta.
Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.