Skautasvell í Kópavogi

Svell á menningartúni undirbúið.
Svell á menningartúni undirbúið.

Tvö skautasvell eru í bígerð í Kópavogi, á túni við menningarhús og á Digranesheiði.  Afráðið var að nýta tækifærið í kuldanum og athuga hvernig gengi að gera tímabundin skautasvell í bænum. 

Verkið hófst miðvikudaginn 7.febrúar og vonir standa til að hægt sé að skauta síðdegis fimmtudaginn 8. febrúar.  

Ef vel tekst til verður þetta gert aftur þegar frostakafli stendur yfir og jafnvel víðar í bænum. 

Svellið við menningarhúsin er á túninu, næst Borgarholtsbraut.

Svell á Digranesheiði er milli Melaheiðar og Lyngheiðar.