Sópun gatna og stíga

Sópun gatna og stíga gengur vel í Kópavogi.
Sópun gatna og stíga gengur vel í Kópavogi.

Sópun gatna og stíga í Kópavogi gengur vel og er á áætlun. Þessa daga er verið að sópa Kársnesið meðal annars Vesturvör en sömuleiðis Hvörfin og gengur það vel. Samhliða götusópun eru göngustígar hreinsaðir.

Veðurfar hefur verið hagstætt fyrir götusópun og var hægt að byrja fyrr en í venjulegu ári. Sópun stofnæða og tengileiða er lokið en nú er verið að sópa húsagötur og verður því verki lokið um mánaðamótin.