Fjölbreytt úrval sumarnámskeiða fyrir börn er í boði hjá Kópavogsbæ,
Skráning á sumarnámskeið í Kópavogi er hafin. Upplýsingar um námskeið er að finna á sumarvef bæjarins.
Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði þar á meðal:
- Siglingar og sjávaríþróttir Kópanes við Naustavör
- Smíðavöllur við Salaskóla
- Sumarsmiðjur í félagsmiðstöðvum í öllum skólahverfum
- Hrafninn frístundaklúbbur, sumarnámskeið fyrir börn og unglinga með fötlun
- Höfuð-Borgin atvinnu – og frístundaúrræði fyrir ungmenni með fötlun á aldrinum 17 til 25 ára.
- Götuleikhús unglinga atvinnuverkefni hjá Vinnuskóla Kópavogs
- Skapandi sumarstörf í Molanum miðstöð unga fólksins
Á sumarvefnum eru líka upplýsingar um önnur fjölbreytt námskeið í bænum.
Sumar í Kópavogi: Upplýsingar og skráning á námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni