Þjóðhátíðarfögnuður Menningarhúsanna í Kópavogi

Frá hátíðarhöldum við Menningarhúsin 2020.
Frá hátíðarhöldum við Menningarhúsin 2020.

 Draumkennd tónlist, draumafangarasmiðja og ævintýraþrautin Draumaslóð er á meðal þess sem boðið verður upp á 17. júní þegar Menningarhúsin í Kópavogi, ásamt listafólki á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi, taka saman höndum um metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa undir yfirskriftinni Sumardraumar á sautjándanum.

Dagskráin stendur yfir frá kl. 13 og fram eftir degi með litríkum uppákomum af öllu tagi í bland við skapandi listsmiðjur fyrir alla fjölskylduna. Hægt verður að búa sér til sína eigin þjóðhátíðargrímu, fá tilsögn í koparvírasmíði og teiknimyndagerð, þræða Draumaslóð og leysa draumkenndan draumaratleik auk þess sem í boði verða alls kyns útileikir, sirkusatriði, sumarjazz, barnaævintýri, trúnóhorn og kvíðagjörningur svo fátt eitt sé nefnt. Ókeypis er á alla viðburði dagsins og opið á Reykjavík Roasters í Gerðarsafni frá kl. 08:30 – 18. Dagskráin teygir sig út í Sundlaug Kopavogs þar sem listafólk á vegum Skapandi sumarstarfs flytur brot úr verkum sínum í rjúkandi heitum potti.

DAGSKRÁ Á ÚTISVÆÐI MENNINGARHÚSANNA

13:00-13:30 & 15:00 - 15:30
Stökkönd VST þeytir draumkenndri tónlist.

13:30
Sirkussýning með loftfimleikum og skemmtikraftaköllum.

14:10
WE ARE NOT KIDS. Rakel Andrésdóttir og Andrés Þór Þorvarðarson, flytja lög úr glænýju barnaævintýri.

14:40
Bambaló, Herdís og Ingibjörg Linnett ásamt Sædísi Hörpu Stefánsdóttur flytja vel valda dægurlagasmelli í tilefni dagsins.

15:30
Húlladúllan glensar í áhorfendum og sýnir sirkushúllaatriði.

FORDYRI SALARINS KL. 17
Sumarjazz á þjóðhátíðardeginum. Margrét Eir og hljómsveit, flytja jazzskotna efnisskrá úr ýmsum áttum.

SKAPANDI SMIÐJUR OG LEIKIR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA FRÁ 13 - 16

-          Draumafangarasmiðja og Náttúrubók Náttúrufræðistofu Kópavogs.

-          Draumaslóð: Ævintýraþraut fyrir alla fjölskylduna.

-          Grímusmiðja ÞYKJÓ með Ninnu Þórarinsdóttur og Bókasafni Kópavogs.

-          Teiknimyndasmiðja KOMIK. Egill Gauti Sigurjónsson og Íris Eva Magnúsdóttir.

-          Koparvírasmíði með Silfursystrum -  Gunnhildi Höllu Ármannsdóttur og Sigrúnu Birnu  Pétursdóttur.

UPPLESTUR OG UPPISTAND Í REYKJAVÍK ROASTERS, GERÐARSAFNI

13:00-13:15       
Katla Ársælsdóttir flytur hluta úr ljóða- og smásagnasafninu 204 Kópavogur,

13:15-13:30      
Inga Steinunn Henningsdóttir með sérfræðingaspjall.

13:30 - 13:45
Magnús Thorlacius les úr smásagnahefti sínu sem gengur undir vinnuheitinu Mygla í Kópavogi.

15:00-15:15      
Auður Helgadóttir með örsögur um hinseginleika

15:15-15:30       
Sviðslistahópurinn OBB - Jökull Smári Jakobsson og Vigdís Halla Birgisdóttir skoða ljóð  með einmanaleika, lífið, náttúruna og mennskuna í fyrirrúmi.

GJÖRNINGAR OG UPPÁKOMUR Á ÚTISVÆÐI
 - Tómas Óli Magnússon býður upp á málverkagjörning frá 9 – 17
- Sædís Harpa Stefánsdóttir rannsakar eigin kvíða og býður upp á gjörninginn „Kvíðahvísl“.
- DÝNAMÍK - Margrét Lára Baldursdóttir og Margrét Lóa Stefánsdóttir bjóða gestum að fá sér sæti í „Trúnóhorninu“ og spjalla um vináttuna.
-
Vegglistahópur Kópavogs, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, Sindri Franz, Ásdís Hanna Guðnadóttir og Katla Björk Gunnarsdóttir veitir innsýn í vinnuaðferðir sínar.

 í Gerðarsafni verður opið frá 10 – 18 en þar stendur yfir sýningin Hlutbundin þrá og er ókeypis á safnið á 17. júní.

Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs verða opin frá 11 – 17.  Þar standa yfir fjölbreyttar sýningar sem hægt er að njóta auk þess sem listafólk á vegum Skapandi sumarstarfs, þau Katla Marín Stefánsdóttir, Marina Gerða Bjarnadóttir og Atli Pálsson sýna  innsetningar og vídeóverk í tilefni dagsins.

Sundlaug Kópavogs
14:30 – 16
Magnús Thorlacius og Katla Ársælsdóttir koma sér fyrir i heitum potti og lesa brot úr verkum sínum..