Lindaskóli og Vatnsendaskóli vinna til verðlauna í skák

Sveit Lindaskóla varð Norðurlandameistari í skák.
Sveit Lindaskóla varð Norðurlandameistari í skák.

Lindaskóli varð Norðurlandameistari í skólaskák um helgina og Vatnsendaskóli fékk bronsið. 

Skólarnir voru þátttakendur á Norðurlandamótinu í skák sem haldið var í Danmörku helgina 20. til 22. janúar. 

Sveit Lindaskóla voru fulltrúar Íslands í flokki þrettán ára og yngri og unnu þau sinn riðil og þar með Norðurlandameistaratitilinn í skólaskák.

Sveit Vatnsendaskóla voru fulltrúar Íslands í flokki yngri en sautján ára og lentu í þriðja sæti í sínum riðli. 

Lið Lindaskóla skipuðu: Birkir Hallmundarson, Sigurður Páll Guðnýjarson, Engilbert Viðar Eyþórsson, Örvar Hólm Brynjarsson og Nökkvi Hólm Brynjarsson.

Lið Vatnsendaskóla skipuðu: Mikael Bjarki Heiðarsson, Tómas Möller, Jóhann Helgi Hreinsson, Arnar Logi Kjartansson og Guðmundur Orri Sveinbjörnsson .

Það má með sanni segja að skólar Kópavogs hafi staðið sig með prýði á mótinu sem verður haldið að ári á Íslandi.