- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.
Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar og 300 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni. Það voru þau Elísabet Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Sverrir Kári Karlsson formaður íþróttaráðs sem afhentu verðlaunin en Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks tók við verðlaunum fyrir hönd Höskuldar Gunnlaugssonar.
Höskuldur og Thelma voru valin úr hópi 47 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Í kjörinu eru það atkvæði íþróttaráðs sem gilda 60% en íbúakosning 40%.
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur er fyrirliði meistaraflokks Breiðabliks í knattspyrnu karla og átti stóran þátt í að félagið varð Íslandsmeistari á árinu. Hann spilaði alla leikina í mótinu, alls 27 leiki og skoraði 9 mörk. Í lok tímabilsins var hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins af leikmönnum Bestu deildar karla ásamt því að vera valin í lið ársins í Bestu deildinni. Höskuldur hefur verið lykilmaður og frábær leiðtogi í Breiðabliksliðinu undanfarin ár bæði innan vallar sem utan. Hann er virkilega góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins, bæði hvað varðar ástundun en ekki síður hvernig hann kemur fram fyrir hönd félagsins.
Thelma Aðalsteinsdóttir
Thelma Aðalsteinsdóttir átti frábært fimleikaár 2024. Hún varð Íslandsmeistari í fjölþraut í þriðja sinn, Íslandsmeistari á stökki, slá og gólfi. Hún varð einnig bikarmeistari með liði sínu í Gerplu. Hún varð Norðurlandameistari í liðakeppni og Norðurlandameistari á gólfi. Thelma varð Norður Evrópumeistari á öllum áhöldum og hlaut annað sæti í fjölþraut. Er þetta sögulegur árangur og besti árangur keppanda frá Íslandi. Thelma keppti á Evrópumótinu á Ítalíu þar sem hún endaði í 41. sæti og var hársbreidd frá því að tryggja sig inná ólympíuleikana í París. Á Evrópumótinu framkvæmdi hún æfingu á tvíslá sem þar var skírð eftir henni "Aðalsteinsdóttir". Í lok árs var Thelma svo valin fimleikakona ársins hjá Fimleikasambandi Íslands.
Flokkur 17 ára og eldri
Aron Snær Júlíusson golf, Ásta Eir Árnadóttir knattspyrna, Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut, Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrna, Ingvar Ómarsson hjólreiðar, Jón Þór Sigurðsson skotíþróttir, Sóley Margrét Jónsdóttir kraftlyftingar, Thelma Aðalsteinsdóttir áhaldafimleikar og Valgarð Reinhardsson áhaldafimleikar.
Flokkur 13 til 16 ára
Arey Amilía Sigþórsdóttir McClure karate, Arnar Daði Svavarsson golf, Aron Páll Gauksson karate, Baldur Freyr Árnason bogfimi, Birgir Hólm Þorsteinsson fimleikar, Bjarki Freyr Sindrason handknattleikur, Bjarki Örn Brynjarsson knattspyrna, Bríana Hólm Árnadóttir dans, Eden Ólafsson dans, Eiður Fannar Gapunay dans, Einar Már Karlsson rafíþróttir, Elísa Birta Káradóttir knattspyrna, Freyja Örk Sigurðardóttir dans, Gabriela Lind Steinarsdóttir tennis, Guðný Rún Rósantsdóttir blak, Guðrún Fanney Briem skák, Gunnhildur Una Stefánsdóttir dans, Jón Ingvar Eyþórsson sund, Kári Pálmason fimleikar, Kári Vagn Birkisson pílukast, Lilja Þórdís Guðjónsdóttir fimleikar, Markús Freyr Arnarsson blak, Mikael Bjarki Heiðarsson skák, Ómar Páll Jónasson tennis, Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson hestaíþróttir, Ragnar Hersir Ingvarsson dans, Rakel Sara Pétursdóttir fimleikar, Rökkvi Svan Ásgeirsson körfuknattleikur, Samúel Örn Sigurvinsson frjálsar íþróttir, Soffía Ísabella Bjarnadóttir dans, Sóley Sigursteinsdóttir frjálsar íþróttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir sund, Telma Hrönn Loftsdóttir körfuknattleikur, Tinna Ósk Gunnarsdóttir handknattleikur, Þórdís Unnur Bjarkadóttir bogfimi, Þórhildur G. Hróbjartsdóttir rafíþróttir.
Annað
Flokkur ársins 2024 var kjörinn meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu karla og kvenna en bæði lið urðu Íslandsmeistarar á árinu og er það í fyrsta sinn sem bæði karla og kvennalið félagsins verða Íslandsmeistarar á sama árinu.
Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir þátttöku í alþjóðlegum meistaramótum, alþjóðlegra meistara, Sjálfboðaliða ársins og fyrir eftirtektaverðan árangur.