Unglingar plokka

Frá plokkdegi Vinnuskólans árið 2019.
Frá plokkdegi Vinnuskólans árið 2019.

Nemendur í Vinnuskóla Kópavogs munu verja miðvikudeginum 5.júlí í að plokka rusl í bænum. Nemendur fá þrjá poka, eitt fyrir dósi, annað fyrir plast og þann þriðja fyrir almennt rusl.

Veitt verða verðlaun fyrir þá hópa sem tína mest af rusli en einnig fyrir þá sem gera flottasta listaverkið úr ruslinu í hverfinu.

Um 500 nemendur verða á ferðinni um allan bæ auk flokkstjóra og starfsfólks bæjarins.

Plokkdagur Vinnuskólans hefur verið við lýði frá árinu 2017 og ætíð tekist afar vel til.