- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Uppskeruhátíð Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi verður haldin næstkomandi fimmtudag 17. ágúst í Salnum við Menningarhúsin. Sýningin verður frá 17:00 – 19:00 þar sem listamenn sumarsins stíga á stokk hver á eftir öðrum. Húsið opnar 16:45 og þá verður hægt að skoða listamannabása í forsalnum ásamt því að hlýða á ljúfa tóna tónlistarverkefna sumarsins. Aðgangur er ókeypis en gestir eru vinsamlegast beðnir um að taka frá miða á vefsíðu Salarins.
Skapandi Sumarstörf í Kópavogi veita ungu listafólki á aldrinum 18-25 ára tækifæri til að vinna að eigin listsköpun og hefur það reynst mikilvægur stökkpallur fyrir margt af efnilegasta listafólki landsins. Í sumar voru starfrækt 17 spennandi og ólík verkefni en að baki þeim stóðu 25 ungir listamenn úr mismunandi listgreinum.
Uppskeruhátíðin 17. ágúst er ekki með hefðbundnu sniði en þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin tvisvar í lok sumars. Fyrri hátíðin var haldin í Molanum 27. júlí þar sem gestir og gangandi gátu skoðað listamannabása og atriði um allt húsið. Mikil aðsókn er á ári hverju á lokahóf Skapandi sumarstarfa og því er eftirspurninni svarað á þennan hátt.
Við hvetjum bæjarbúa til að kynna sér starfsemi Skapandi sumarstarfa og nýta tækifærið til að uppgötva listamenn framtíðarinnar. Frítt inn og öll velkomin.