Útboðskerfi kynnt vegna lóða í Vatnsendahvarfi

Vatnsendahvarf er nýtt hverfi í Kópavogi.
Vatnsendahvarf er nýtt hverfi í Kópavogi.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lóðir í Vatnsendahvarfi. Af því tilefni verður kynningarfundur um útboðskerfi Kópavogs, Tendsign, í Bæjarskrifstofum, Digranesvegi 1, fimmtudaginn 10.apríl.

Fundinum verður streymt - smella hér til að fylgjast með.

Á fundinum gefst einstaklingum kostur á því að læra á notkun kerfisins. Fundurinn fer fram í Bæjarskrifstofum Kópavogs að Digranesvegi 1. Hann hefst kl. 16.15 og stendur til 17.15.

Opnað var fyrir tilboð í lóðir í þriðja áfanga úthlutunar í Vatnsendahvarfi 3. apríl og er hægt að skila inn til 8.maí . Í þriðja áfanga verður úthlutað lóðum fyrir einbýlishús, parhús, raðhús og fjölbýli. Gefinn verður fimmvikna frestur, frá því að opnað verður fyrir tilboð í útboðskerfinu Tendsign.is, til þess að skila inn tilboðum.

Í Vatnsendahvarfi verða 500 íbúðir í fjölbýli og sérbýli og fellur byggðin vel að nágrenninu. Lögð er áhersla á sjálfbæra og umhverfisvæna byggð og góðar samgöngutengingar fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.

Nánar um Vatnsendahvarf