Vel heppnað Barnaþing

Fulltrúar á Barnaþingi 2023, starfsfólk og bæjarstjóri Kópavogs stilltu sér upp til myndatöku í hád…
Fulltrúar á Barnaþingi 2023, starfsfólk og bæjarstjóri Kópavogs stilltu sér upp til myndatöku í hádegshléi.

Fulltrúar nemenda í grunnskólum Kópavogs komu saman á vel heppnuðu Barnaþingi sem fram fór miðvikudaginn 29.mars. Börnin, sem eru nemendur í fimmta til tíunda bekk, fjölluðu tillögur sem skólaþing skólanna höfðu valið sem tillögur frá sínum skóla.

Meðal þess sem var til umfjöllunar voru: Fleiri námsferðir, frítt í strætó, aðgangur á hreinlætisvörum, kynfræðsla, betri aðstoð fyrir börn með greiningu og fartölvur á unglingastigi.

Börnin ræddu málið í hópum og settu svo inn ábendingar við tillögurnar. Í lok þingsins kusu þau um hvaða rökstuðningur væri bestur við hverja og eina tillögu.

Um þrjátíu börn tóku þátt í þinginu, tveir úr hverjum skóla voru valdir sérstaklega en þar að auki tóku fulltrúar ungmennaráðs þátt.

Bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, ávarpaði þingið og ræddi við nemendur í hádegishléi.

Tillögur Barnaþings fara nú í rafrænt umsagnarferli í grunnskólum Kópavogs. Í maí verða þær svo kynntar Bæjarstjórn Kópavogs.