Vel heppnað Símamót

Frá setningu Símamótsins.
Frá setningu Símamótsins.

Metaðsókn var á Símamótið í Kópavogi, sem er stærsta fótboltamót ársins og raunar fjölmennasti  íþróttaviðburður ársins. 

Yfir þrjú þúsund stelpur tóku þátt, en mótið hefur verið haldið í Kópavogi frá árinu 1985 og var þetta því 38. skipti sem mótið er haldið. Símamótið er fyrir stúlkur í 7. til 5. flokki auk þess sem stúlkum í 8.flokki gefst kostur á að taka þátt í Litla Símamótinu. 

Mótið fór fram dagana 7.-10.júlí var mikið líf og fjör í Kópavogsdal og Fagralundi í Fossvogsdal þar sem leikir fóru fram.