Fulltrúar Kópavogsbæjar á Framadögum.
Kópavogsbær tók þátt í Framadögum í HR sem fram fóru í vikunni. Fjöldi fólks kom við hjá fulltrúum bæjarins og kynnti sér starfsmöguleika hjá bænum. Sumarstörf hjá bænum eru komin í auglýsingu og var nemendum sérstaklega bent á þau.
Þetta er annað árið í sem bærinn tekur þátt í Framadögum og hefur mannauðsdeild bæjarins haft veg og vanda að skipulagningu þátttökunnar. Mikill fjöldi háskólanema mætti á framadagana en þar kynna fyrirtæki og stofnanir starfsemi sína og hitta áhugasama nemendur.
Þess má geta að Kópavogsbær tók einnig þátt í atvinnulífsdögum í HÍ á dögunum og var þá í hópi sveitarfélaga.
Hlekkur á sumarstörf hjá Kópavogsbæ.