Vel heppnaður 17.júní

Frá hátíðarhöldunum 17.júní 2022.
Frá hátíðarhöldunum 17.júní 2022.

Hátíðarhöld 17.júní í Kópavogi tókust af vel til. Haldið var upp á þjóðhátíðardaginn á fimm stöðum í bænum, við Kórinn, Salalaug, í Fagralundi, við Fífuna og við Menningarhúsin.

Vegleg dagsskrá var á öllum hátíðarsvæðum, skemmtikraftar stigu á stokk, leiktæki og hoppukastalar.

Nýkjörinn bæjarstjóri, Ásdís Kristjánsdóttir, ávarpaði gesti á öllum svæðum. Þá voru skrúðgöngur á tveimur stöðum í bænum.

Mikil þátttaka var í hátíðarhöldunum sem stóðu frá hádegi til fimm, en boðið var upp á skemmtiatriði á milli tvö og fjögur.

Skoða má myndir frá hátíðarhöldunum á Facebook síðu bæjarins.