Götuganga í veðurblíðu

Veðrið lék við þátttakendur í Götugöngunni í Kópavogi 2024.
Veðrið lék við þátttakendur í Götugöngunni í Kópavogi 2024.

Veðrið lék við keppendur í götugöngu í Kópavogi en keppt var í henni í annað sinn í dag, þriðjudaginn 14. maí. Á þriðja hundrað tóku þátt í göngunni sem er fyrir 60 ára og eldri. Genginn var 3,4 kílómetra hringur í Kópavogsdal en gangan hófst og henni lauk á Kópavogsvelli.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri ræsti gönguna og voru þau höfðu hug á ganga hratt ræst fyrst og svo koll af kolli. Verðlaun voru veitt í þremur aldursflokkum, 60 til 69 ára, 70 til 79 ára og 80 ára og eldri.

Hraðast gengur þau Sverrir Davíð Hauksson og Anna Maren Sveinbjörnsdóttir og unnu þau einnig aldursflokkinn 60 – 70 ára. Í aldursflokknum 70 til 79 ára unnu þau Steinunn G. Ástráðsdóttir og Erl.Kristinn Guðmundsson. Í aldursflokki 80 ára og eldri gengu hraðast Magnús Ingvarsson og Ester Eiríksdóttir.

Götugangan er skipulögð var Virkni og vellíðan sem er heilsueflingarverkefni Kópavogsbæjar fyrir 60 ára og eldri. Verkefnið er unnið í samstarfi við íþróttafélögin þrjú Breiðablik, Gerplu og HK. Þátttakendur fá tækifæri til þess að stunda hreyfingu í því félagi sem stendur næst heimili þeirra í Kópavogi auk sameiginlegra æfinga.