- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Velferðarsvið Kópavogs er flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í Vallakór 4 og var áfanganum fagnað síðastliðinn föstudag. Velferðarsvið er á fyrstu, annarri og fimmtu hæð hússins, móttaka og viðtalsherbergi eru á fyrstu hæð en á annarri og fimmtu hæð Vallakórs eru skrifstofur og fundarherbergi.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri óskaði starfsfólki til hamingju með daginn og Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri sagði nýtt húsnæði afrakstur mikillar og samhentar vinnu einstaks starfshóps og mikið gleðiefni að skrifstofur velferðarsviðs væru loks komnar á einn stað.
Mikið var lagt í að gera aðstöðu sviðsins sem besta úr garði, starfsfólk velferðarsviðs veitir margvíslega ráðgjöf og þjónustu til íbúa sveitarfélagsins og því mikilvægt að viðtalsherbergi séu hlýleg og aðstaða góð.
Á skrifstofum velferðarsviðs Kópavogsbæjar starfa tæplega 70 manns en starfsmannafjöldi sviðsins í heild telur um 700 manns. Velferðarsvið var áður til húsa að Fannborg 6 en flutti starfsemina að hluta í Vallakór haustið 2023 eftir að húsnæði að Fannborg 6 var rýmt vegna rakaskemmda.
Unnið hefur verið að endurbótum í Vallakór til að laga skrifstofuhúsnæði að starfsemi velferðarsviðs og lauk þeim framkvæmdum í mars síðastliðnum.