Villa í reikningum vegna húsaleigu

Villa er í húsaleigureikningum frá Kópavogsbæ.
Villa er í húsaleigureikningum frá Kópavogsbæ.

Vegna mistaka fóru út rangir reikningar vegna húsaleigu frá Kópavogsbæ og vantaði upplýsingar um húsnæðisbætur.

Þau sem eru með ranga reikninga, þau sem rétt eiga á húsaleigubótum, eru beðin um að aðhafast ekkert, reikningar verða leiðréttir í heimabanka á næstu dögum.