Settir verða upp opnir gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í Kópavogi sem verða aðgengilegir 30. apríl til 19. maí.
Settir verða upp opnir gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í Kópavogi sem verða aðgengilegir 30. apríl til 19. maí.
Gámarnir verða á eftirfarandi stöðum
- Kársnes, við grenndarstöðina Borgarholti
- Digranes, við íþróttahúsið Digranesi
- Smára- og Lindahverfi, neðst á Glaðheimasvæðinu, Álalind 2
- Sala- og Kórahverfi, við Salalaug á bílastæði
- Þinga- og Hvarfahverfi, á bílastæði við Vallakór 8
Gámarnir eru einungis fyrir garðaúrgang og óheimilt að setja annað í gámana. Við bendum á endurvinnslustöðvar Sorpu sem taka við öðrum úrgangi.
Athugið að ekki verður farið í götur bæjarins til að hirða garðaúrgang.
Viltu moltu?
Það er hægt að sækja moltu á tveimur stöðum í Kópavogi, á bílastæðinu við Kópavogsvöll og Vallakór 8.